Dagskrá Fjársýsludagsins
6. nóvember 2025
Fjársýsludagurinn 2025 verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Fjölbreytt dagskrá verður í boði allan daginn bæði á staðnum og í streymi.

Dagskráin verður með breyttu sniði í ár þar sem henni verður að hluta skipt í málstofur eftir áherslum.
Þátttakendur velja sér málstofu eftir áhugasviði en ekki er sérstök skráning í þær heldur velja gestir sér málstofu á staðnum. Sérstakar málstofur verða á Teams fyrir þátttakendur í streymi.
Tími | Salur A | Salur B | Vox Club | Á netinu | Tegund |
|---|---|---|---|---|---|
8:30 | Skráning og kaffi | ||||
9:00 | Opnun Fjársýsludagsins | ||||
9:15 | Framtíðin í gagnlegum fjárhag? | ||||
9:30 | Ný þjónustustefna Fjársýslunnar | ||||
9:45 | Fjársýsluskólinn | ||||
10:00 | Nýsköpun með viðskiptakort | ||||
10:15 | Kaffihlé | ||||
10:45 | Brot af því besta I - Í streymi | Málstofur (Sjá dagskrá hér) | |||
12:00 | Hádegishlé og tengslamyndun | ||||
13:00 | Brot af því besta II - Í streymi | Málstofur (Sjá dagskrá hér) | |||
14:30 | Kaffihlé | ||||
15:00 | "Á þriðja glasi..." | ||||
15:45 | Léttar veitingar |
Í dagskrárlok mun Þórhallur Gunnarsson fyrrverandi sjónvarpsmaður og ráðgjafi flytja erindið „Á þriðja glasi...“ en þar mun Þórhallur m.a. fara yfir hvernig við getum hrist af okkur stress, streitu og kvíða og séð hlutina í lausnum frekar en hindrunum, sömuleiðis deila því með okkur sem hefur heppnast vel á löngum ferli, hvers vegna starfsfólk ríkisins má vera stolt í sínum störfum o.fl.
Þórhallur hvetur ráðstefnugesti til að spyrja sig erfiðra og jafnvel persónulegra spurninga. Bæði verður boðið upp á það á staðnum en sömuleiðis má senda honum nafnlausar spurningar hér: Spurningar til Þórhalls Gunnarssonar
Gómsætar veitingar að hætti hússins eru innifaldar í ráðstefnugjaldi og sömuleiðis léttar veitingar í dagskrárlok.
Verð:
Á staðnum – 20.900kr
Í streymi – 6.000kr
