Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Persónuvernd

Fiskistofa hefur, í samræmi við Evrópulöggjöf á sviði persónuverndar og vinnslu persónuupplýsinga, ráðið persónuverndarfulltrúa.

Persónuverndarfulltrúi Fiskistofu tekur á móti ábendingum um öryggisbresti ásamt því að taka á móti og svara fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem óska eftir upplýsingum um vinnslu og söfnun persónuupplýsinga.

Ábendingar og fyrirspurnir skal senda í tölvupósti á póstfangið personuvernd@fiskistofa.is

Persónuverndarstefna Fiskistofu

Starfsemi Fiskistofu grundvallast á trausti, framsækni og virðingu. Fiskistofa leggur áherslu á að öll vinnsla persónuupplýsinga sé lögmæt, sanngjörn og gagnsæ í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679, lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og önnur lög er starfsemi Fiskistofu heyrir undir.

Með persónuverndarstefnu Fiskistofu er leitast við að gera grein fyrir hvernig söfnun, geymslu og vinnslu upplýsinga er háttað, hvort sem um er að ræða persónuupplýsingar starfsmanna, viðskiptavina eða annarra einstaklinga, eins og við á hverju sinni, hvort heldur sem Fiskistofa er í hlutverki ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila.

Fiskistofa leggur ríka áherslu á að varðveisla persónuupplýsinga sé eins og best verður á kosið og öryggi upplýsinganna tryggt.

  • Allar upplýsingar sem viðskiptavinir eða starfsmenn láta Fiskistofu í té eða sem sóttar eru með leyfi þeirra til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að Fiskistofa sinni sínum lögbundnu skyldum.

  • Fiskistofa leggur áherslu á að persónuupplýsingar stofnunarinnar séu fengnar í tilgreindum, skýrum og lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki þegar það á við og að þær upplýsingar séu unnar í samræmi við þann tilgang.

  • Fiskistofa notar persónuupplýsingar ekki í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað.

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Fiskistofa er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar m.a. á grundvelli laga nr. 36/1992 um Fiskistofu. Fiskistofa annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna og miðla upplýsingum um framangreinda málaflokka.

Fiskistofa er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga skv. reglugerð Evrópusambandsins og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í því felst að ábyrgðaraðili er sá sem ákveður, einn eða í samvinnu við aðra, tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.

Fiskistofa er að auki vinnsluaðili fyrir Fiskræktarsjóð sem vistaður er hjá stofnuninni sbr. lög nr. 72/2008 um Fiskræktarsjóð. Vinnsluaðili er sá sem vinnur með persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila.

Frekari upplýsingar um starfsemi Fiskistofu má finna á vefsíðu stofnunarinnar.

Lögmæti og tilgangur söfnunar og notkunar persónuupplýsinga

Fiskistofa leggur áherslu á að persónuupplýsingar stofnunarinnar séu fengnar í tilgreindum, skýrum og lögmætum tilgangi. Þær séu nægjanlegar, viðeigandi og takmarkist við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar hverju sinni.

Til að Fiskistofa geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu, þá er nauðsynlegt að móttaka ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, póstfang, netfang, símanúmer og fleira sem nauðsyn krefur. Ávallt er leitast við að takmarka söfnun persónuupplýsinga við upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að sinna lögbundnu hlutverki Fiskistofu.

Vinnsla persónuupplýsinga getur byggst á samþykki, samningi, lögum, almannahagsmunum eða heimild til að beita opinberu valdi. Að meginhluta byggir söfnun persónuupplýsinga hjá Fiskistofu á lagaskyldu, en eitt af hlutverkum Fiskistofu er söfnun, vinnsla og birting upplýsinga.

Miðlun upplýsinga og gagna til Fiskistofu

Fiskistofa miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema slíkt sé lögbundið, að fengnu samþykki eða í samræmi við viðskiptasamninga. Fiskistofu er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila, vinnsluaðila, sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum Fiskistofu. Í slíkum tilvikum afhendir Fiskistofa einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þá þjónustu sem samkomulag hefur verið gert um. Ef þriðji aðili er fenginn til að vinna tiltekið verk fyrir Fiskistofu sem felur í sér meðhöndlun persónuupplýsinga er gerður vinnslusamningur við þann aðila þar sem sett eru skilyrði um meðferð og öryggi gagna.

Tölfræðilegar samantektir og birting upplýsinga

Fiskistofa áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og birta á heimasíðu stofnunarinnar til upplýsinga í samræmi við verkefni stofnunarinnar skv. lögum. Ennfremur að birta persónugreinanlegar upplýsingar í þeim tilvikum sem slíkt er lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Þess verður þó ávallt gætt að birta ekki ítarlegri persónugreinanlegar upplýsingar en nauðsynlegt er til að sinna lögbundnu hlutverki við upplýsingamiðlun.

Vefhegðun

Allir geta heimsótt vefsíðu Fiskistofu, án þess að skrá þurfi inn persónuupplýsingar. Við notkun á þjónustusíðum svo sem Gafli, UGGA o.fl. þjónustusíðum og smáforritum Fiskistofu er hins vegar krafist persónuupplýsinga þar sem þær síður eru einungis fyrir viðskiptavini með innskráningu, t.d. notandanafni og lykilorði.

Þegar notendur heimsækja vefsvæði Fiskistofu og sérvefi stofnunarinnar, kann Fiskistofa að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á vefsíðu Fiskistofu, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.

Varðveisla, geymsla og eyðing persónuupplýsinga

Fiskistofa geymir persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu og ákvæði samninga, nema þegar lög og reglur kveða á um lengri geymslutíma. Skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn ber Fiskistofu að varðveita gögn, þar með talin gögn sem innihalda persónuupplýsingar, í 30 ár og að þeim tíma liðnum ber stofnuninni að skila þeim til varðveislu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Rafrænum gögnum er þó skilað til varðveislu á 5 ára fresti. Gögnum er einungis eytt í undantekningartilvikum og að fengnu sérstöku samþykki frá Þjóðskjalasafni Íslands.

Fiskistofa leggur áherslu á að varðveisla persónuupplýsinga sé örugg og tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja sem best öryggi gagna hverju sinni.

Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum

Einstaklingar geta fengið staðfestingu á því hvort unnar séu persónuupplýsingar um þá sé þess óskað. Ef svo er þá er veittur aðgangur að upplýsingunum og upplýsingar gefnar um tilgang vinnslunnar, geymslutíma upplýsinganna, uppruna þeirra og hvort sjálfvirk ákvarðanataka fari fram. Einstaklingar geta óskað eftir leiðréttingu, breytingum eða eyðingu gagna í þeim tilvikum sem það er heimilt. Fiskistofa mun þó ekki afhenda afrit af persónuupplýsingum sem koma fram í vinnugögnum starfsmanna, svo sem eftirlitsskýrslum, tölvupóstum, minnisblöðum o.fl. nema samkvæmt dómsúrskurði. Einstaklingar hafa rétt til að andmæla vinnslu og leggja fram kvörtun til persónuverndar.

Óski einstaklingur eftir aðgengi að persónuupplýsingum skal beiðnin vera skýrt fram sett og afmörkuð þannig að ljóst sé hvaða upplýsinga sé óskað. Slíka beiðni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið: personuvernd@fiskistofa.is.

Í beiðninni skal koma fram:

  • nafn

  • kennitala

  • heimilisfang

  • póstnúmer

  • netfang

  • símanúmer

  • lýsingu á því hvaða upplýsingum er óskað eftir

  • auk afrit af gildum skilríkjum

Einnig er hægt að senda beiðnina á:

Fiskistofu
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri

Svar við beiðninni er eingöngu afhent gegn framvísun gildra persónuskilríkja á starfsstöðvum Fiskistofu eða svarið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili viðkomandi.

Ef notandi telur að persónuupplýsingum hans hafi verið stefnt í hættu óskar Fiskistofa eftir að fá upplýsingar um það svo hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana teljist þess þörf.

Persónuverndarfulltrúi

Fiskistofa hefur persónuverndarfulltrúa í starfi. Hlutverk hans er að fylgjast með því að farið sé að ákvæðum laga og reglugerða við vinnslu persónuupplýsinga ásamt því að veita ráðgjöf og vinna með Persónuvernd ef slík tilvik koma upp.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu Fiskistofu eða ef koma þarf ábendingum á framfæri, má senda erindi til:

Persónuverndarfulltrúa Fiskistofu
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri


Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@fiskistofa.is

Persónuverndarstefna þessi kann að taka breytingum vegna nýrra lagafyrirmæla eða túlkunar eftirlitsstofnana á framkvæmd laga um persónuvernd. Fiskistofa mælir því með að notendur kynni sér reglulega persónuverndarstefnu Fiskistofu.