Áherslur
Upplýsingar og gagnagreining
Afla og miðla víðtækari upplýsingum og þekkingu á fiskveiðum og auðlindinni svo viðhorf og starfshættir verði markvissir og gagnsæir.
Bæta aðgengi að rauntímaupplýsingum með þarfir hagaðila í huga.
Tryggja áreiðanleika upplýsinga/gagna Fiskistofu.
Eftirlit
Nota greiningar og áhættumat til markvissara og skilvirkara eftirlits.
Fyrirbyggja brotlega hegðun með leiðbeiningum og upplýsingargjöf og stuðla þannig að betri umgengni um auðlindina.
Starfshættir og þjónusta
Einfalda ferla og starfshætti þvert á starfsemina, með skilvirkni og sjálfvirkni að leiðarljósi.
Stuðla að markvissri og skipulagðri starfsþróun til að byggja undir ánægju starfsmanna og faglega starfsemi Fiskistofu.
Innleiða verkefnamenningu sem miðar að gagnsæi og þverfaglegri teymisvinnu.
Samstarf
Víðtækt samstarf við hagaðila með sameiginlegan ávinning í huga.
Samstarf sem stuðlar að nýsköpun og framþróun Fiskistofu. Jafnt erlent sem innlent.