Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dómstólar Forsíða
Dómstólar Forsíða

Dómstólar

Almennt

Hvað er gjaldþrot?

Gjaldþrot er fullnustugerð sem hefst þegar dómstóll hefur kveðið upp úrskurð um að bú einstaklings eða fyrirtækis (skuldara) sé tekið til gjaldþrotaskipa.   

Þegar skuldari er úrskurðaður gjaldþrota missir hann forræði á búi sínu og skipaður er skiptastjóri til að taka við búinu.  Skiptastjóri reynir að koma eignum búsins í verð og greiða niður skuldir þess. Þær skuldir sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskipti fyrnast á tveimur árum eftir að gjaldþrotaskiptum lýkur ef fyrningarfrestur er ekki rofinn.  

Nánar:

Hverjir geta krafist gjaldþrots?

Skuldari sjálfur eða kröfuhafar hans geta farið fram á gjaldþrotaskipti á búi hans. 

Kostnaður og skiptatrygging 

Sá sem leggur fram kröfu um gjaldþrotaskipti, hvort sem það er skuldari sjálfur eða kröfuhafi hans, þarf að greiða gjald í ríkissjóð þegar komið er með kröfu til héraðsdómstóls.

Viðkomandi þarf einnig að leggja fram skiptatryggingu nema sýnt sé fram á að eignir skuldara muni nægja fyrir greiðslu skiptakostnaðar. Skiptatryggingu er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd skiptanna, svo sem launum skiptastjóra.  

Krafa um gjaldþrotaskipti verður ekki tekin fyrir fyrr en skiptatrygging hefur verið lögð fram.