Sérfræðingateymi vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir
Starfandi er sérfræðingateymi vegna barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir.
Sveitarfélög geta óskað eftir ráðgjöf teymisins með því að fylla út beiðni og senda ásamt fylgigögnum í pósti til Barna- og fjölskyldustofu eða með öruggum hætti í gegnum Signet Transfer (sjá hlekk).
Teymið skal vera sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir sem þurfa á annars konar og meiri þjónustu að halda en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra, í samræmi við 20. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Sérfræðingateymið skipa:
Guðrún Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
Hjördís Auður Árnadóttir sálfræðingur á Stuðlum
Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Ef óskað er frekari upplýsinga um starfsemi teymisins er hægt að hafa samband við Barna- og fjölskyldustofu.