Fara beint í efnið

Ríkisborgararéttur fyrir börn íslenskra ríkisborgara

Ókvæntur íslenskur faðir, barn fætt erlendis 1998-2018

Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt (1998-2018)

Barn sem fæddist erlendis milli 1. október 1998 og 1. júlí 2018, utan hjúskapar íslensks föður og erlendrar móður, öðlast ekki sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu.

Faðir sem er íslenskur ríkisborgari, getur óskað eftir því að barn hans fái íslenskan ríkisborgararétt áður en það er orðið 18 ára.

Skilyrði

  • Barnið er fætt erlendis milli 1. október 1998 og 1. júlí 2018.

  • Barnið er ekki orðið 18 ára þegar sótt er um.

  • Barnið á íslenskan föður og erlenda móður sem voru ógift við fæðingu þess.

  • Foreldrar hafa ekki gengið í hjúskap eftir fæðingu barnsins (á ekki við sé barn fætt á tímabilinu 1. október 1998 til 17. apríl 2007).

Umsókn

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar. Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar.

Kostnaður

Afgreiðslugjald er 13.500 krónur, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds. Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en greiðsla hefur borist.

Fylgigögn

Sjá nánari leiðbeiningar varðandi kröfur til skjala. Ekki þarf vottun á íslensk vottorð.

  • Gátlisti fyrir tilkynningu um barn fætt erlendis. Vinsamlegast prentið gátlistann út og látið fylgja með umsókn. Merkja skal við þau gögn sem fylgja og þeim raðað í sömu röð og í gátlista.

  • Umsókn í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.

  • Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs barns. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.

  • Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á fæðingarvottorði barns.

  • Afrit úr vegabréfi föður. Rithandarsýnishorn vegabréfs skal fylgja með.

  • Afrit úr vegabréfi móður. Rithandarsýnishorn vegabréfs skal fylgja með.

  • Hjúskaparstöðuvottorð móður. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.

  • Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á hjúskaparstöðuvottorði móður.  Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.

  • Skriflegt samþykki móður á umsóknareyðublaði eða frumrit vottaðrar yfirlýsingar hennar um að hún sé samþykk því að barnið öðlist íslenskan ríkisborgararétt. Yfirlýsing móður þarf að vera staðfest af þar til bærum yfirvöldum í heimalandi. 

Lög

Íslenskur ríkisborgararéttur er veittur barni ókvænts íslensks föður, fæddu erlendis frá 1. október 1998 til 1. júlí 2018, samkvæmt 2. málsgrein 2. greinar laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt númer 62/1998, samanber lög um íslenskan ríkisborgararétt númer 100/1952, sem öðluðust gildi 1. október 1998.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun