Prentað þann 22. des. 2024
1421/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna o.fl., nr. 1192/2005.
1. gr.
2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Fjárvörslureikning skal stofna á nafni lögmanns eða lögmannsstofu sem hefur formlega ráðstöfunarheimild yfir reikningnum. Sá sem skráður er fyrir fjárvörslureikningi skv. þessari grein er ekki eigandi innstæðu á reikningi og er innstæðan ekki hæft andlag aðfarargerða hjá honum eða grundvöllur trygginga fyrir viðskiptum hans eða annarra. Reikningur þessi skal aðgreindur frá eigin fé þess sem skráður er fyrir honum og stendur innstæða reiknings utan skuldaraðar við skipti á búi hans.
2. gr.
Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Heimilt er lögmanni sem og löggiltum endurskoðanda að undirrita framangreindar yfirlýsingar og staðfestingar með rafrænni undirskrift.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 23. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2021.
Dómsmálaráðuneytinu, 17. desember 2020.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.