Fara beint í efnið

Prentað þann 22. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1406/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðaröryggisgjald, nr. 681/1995.

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Gjaldið nemur 500 kr. fyrir hverja skoðun eða skráningu skv. 1. mgr.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Skoðunarstöðvar sem annast aðalskoðun ökutækja skulu annast innheimtu umferðaröryggisgjalds vegna skoðunar um leið og innheimt er gjald fyrir skoðun hverju sinni.

Samgöngustofa og Vinnueftirlitið skulu annast innheimtu umferðaröryggisgjalds vegna skráningar ökutækis um leið og innheimt er gjald fyrir skráningu þess.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 12. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 24. nóvember 2021.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.