Fara beint í efnið

Prentað þann 13. nóv. 2024

Breytingareglugerð

1312/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 950/2017, um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

2. tl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Framkvæmd verka: Framkvæmd, eða bæði hönnun og framkvæmd, verka sem tengjast einhverri þeirri starfsemi sem um getur í I. viðauka tilskipunarinnar eða verks, eða hvers konar framkvæmd verks sem svarar til krafna sem settar eru fram af kaupanda sem hefur afgerandi áhrif á gerð eða hönnun verksins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 2. desember 2020.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.