Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

1307/2019

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 963/2019, um veiðar með dragnót við Ísland.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Leyfi til dragnótaveiða sem gefin voru út fiskveiðiárið 2019/2020 á grundvelli reglugerða nr. 1061/2013, um dragnótaveiðar og 1066/2013, um dragnótaveiðar í Faxaflóa, skulu gilda til dragnótaveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu 2019/2020, sbr. ákvæði reglugerðar þessarar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og gildir til 31. ágúst 2020.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. desember 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.