Prentað þann 25. nóv. 2024
1260/2020
Reglugerð um desemberuppbætur til maka- og umönnunarbótaþega árið 2020.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um desemberuppbætur til þeirra sem fá greiddar maka- eða umönnunarbætur á árinu 2020.
Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðarinnar.
2. gr. Desemberuppbót.
Einstaklingur sem hefur fengið greiddar maka- eða umönnunarbætur skv. 5. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, á árinu 2020 skal fá greidda desemberuppbót að fjárhæð 48.520 kr. enda hafi greiðsluþegi fengið mánaðarlegar greiðslur allt árið 2020.
Greiðsluþegi sem hefur fengið greiddar maka- eða umönnunarbætur skemur en tólf mánuði á árinu 2020 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót skv. 1. mgr. í samræmi við þann tíma sem hann hefur fengið greiðslur á árinu. Miða skal við 1/12 fyrir hvern mánuð.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 15. desember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.