Fara beint í efnið

Prentað þann 17. jan. 2022

Breytingareglugerð

1254/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk nr. 970/2012.

1. gr.

2. og 3. mgr. 1. gr. orðast svo:

Í teymið skal skipa einstaklinga með fjölbreytta menntun og reynslu á sviði fötlunarmála og geðheilbrigðismála til að tryggja sem víðtækasta sérþekkingu í teyminu á því sviði sem þar starfar.

Ráðuneytið skal sjá teyminu fyrir starfsmanni sem hefur umsjón með innkomnum erindum, safnar nauðsynlegum gögnum og undirbýr mál fyrir teymið Starfsmaður getur jafnframt verið skipaður fulltrúi í teymið uppfylli hann kröfur skv. 1. og 2. mgr.

2. gr.

1. málsliður 3. mgr. 2. gr. orðast svo:

Að lágmarki skulu þrír fulltrúar teymisins koma að máli og skal formaður eða varaformaður vera einn þeirra.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 14. gr. laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, tekur þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2015.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Bolli Þór Bollason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.