Fara beint í efnið

Prentað þann 29. jan. 2022

Breytingareglugerð

1243/2016

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: 75%: Vegna öryrkja og aldraðra, sbr. þó 8. gr.
  2. 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sama rétt og aldraðir eiga þeir 60-66 ára sem njóta óskerts ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins.
  3. 5. tölul. 1. mgr. falli brott.

2. gr.

Í stað tölunnar "5." í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar og hvarvetna annars staðar í greininni kemur: 4.

3. gr.

Í stað orðanna "Heimildin gildir frá og með 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2016" í 2. málsl. 21. gr. kemur: Heimildin gildir frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. desember 2018.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, gildir frá 1. janúar 2017.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.