Fara beint í efnið

Prentað þann 29. des. 2024

Breytingareglugerð

1239/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017, um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.

1. gr.

Nýr viðauki I sem birtur er með reglugerð þessari kemur í stað núgildandi viðauka I.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 7. mgr. 17. gr. og 5. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig 2. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2020. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 6/2018, um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017, um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar.

Félagsmálaráðuneytinu, 19. desember 2019.

Ásmundur Einar Daðason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.