Prentað þann 26. des. 2024
1236/2021
Reglugerð um gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands.
1. gr. Gjaldtaka.
Afhendingarskyldum aðilum skv. 1. og 2. mgr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, er skylt að greiða gjald fyrir afhendingu og geymslu afhendingarskyldra skjala til Þjóðskjalasafns Íslands skv. 5., 8. og 9. mgr. 15. gr. sömu laga, eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð þessari.
2. gr. Móttaka, frágangur og flutningur skjalasafna afhendingarskylds aðila sem hefur hætt starfsemi eða verið lagður niður.
Gjald fyrir móttöku, frágang og flutning skjalasafna afhendingarskylds aðila sem hefur hætt starfsemi eða verið lagður niður skv. 5. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn reiknast út frá kostnaði við umbúðir, tímavinnu og flutningi skjala. Gjald fyrir móttöku, frágang og flutning skjala er sem hér segir:
Tímavinna starfsmanns | kr. | 8.100 |
Kostnaður við umbúðir á hillumetra | kr. | 8.800 |
3. gr. Varðveisla pappírsskjala afhendingarskyldra aðila áður en þau hafa náð 30 ára aldri.
Gjald fyrir móttöku skjala sem ekki hafa náð 30 ára aldri skv. 8. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 6.000 |
Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári | kr. | 1.200 |
Vörslukostnaður fyrir pappírsskjöl sem eru yngri en 30 ára frá afhendingarskyldum aðilum til Þjóðskjalasafns Íslands skal greiddur þar til skjöl hafa náð 30 ára aldri.
4. gr. Varðveisla skjala þrotabúa í sjö ár og eyðing þeirra.
Þrotabú skulu greiða gjald fyrir varðveislu í sjö ár og eyðingu skjalanna og telst gjaldið til kostnaðar af skiptum samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Vörslugjald greiðst í einu lagi fyrir sjö ár frá skiptalokum þegar safnið afhendist Þjóðskjalasafni Íslands til vörslu.
Gjald fyrir varðveislu skjala þrotabúa í sjö ár og eyðingu þeirra skv. 9. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn er sem hér segir:
Varðveisla pappírsskjala pr. hillumetra á ári | kr. | 4.720 |
Varðveisla rafrænna gagna pr. gígabæt á ári | kr. | 950 |
Eyðing skjala pr. kg | kr. | 34 |
5. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5., 8. og 9. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 19. október 2021.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Páll Magnússon.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.