Fara beint í efnið

Prentað þann 7. des. 2021

Breytingareglugerð

1229/2021

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur.

1. gr.

Við 3. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, o- og p-liður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1188/ESB frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar mótstöðu gegn vindálagi fyrir gluggatjöld til nota utanhúss og sóltjöld. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 84-85.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1342/ESB frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar lofthleypni ofanljósa úr plasti og gleri og þaklúga. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 87-88.

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, 26. og 27. tölul., svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1188/ESB frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar mótstöðu gegn vindálagi fyrir gluggatjöld til nota utanhúss og sóltjöld. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 84-85.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2019/1342/ESB frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar lofthleypni ofanljósa úr plasti og gleri og þaklúga. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 87-88.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 30. október 2021.

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.