Prentað þann 11. jan. 2025
1198/2013
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Hvar sem orðið "Umferðarstofa", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.
2. gr.
Á A. lið 8. gr. eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Í lok 2. málsl. 4. mgr. á eftir orðunum "á stýri fyrir tengsli" bætist við:
sem ökumaður verður að nota þegar ökutæki er ekið af stað eða stöðvað og þegar skipt er um gír. - Texti á eftir "Þess þarf þó ekki ef notuð er sjálfskipt bifreið við verklegt próf í" í síðara málsl. 5. mgr. verður inndreginn töluliður og verður nr. 1.
- Á eftir nýjum tölusettum lið nr. 1 kemur nýr inndreginn töluliður sem verður nr. 2 með eftirfarandi texta:
C- og D-flokki enda hafi umsækjandi ökuskírteini sem fengið er á grundvelli ökuprófs þar sem próf í aksturshæfni hefur verið tekið á ökutæki með beinskiptingu í a.m.k. einum af eftirtöldum flokkum: B-, BE-, C-, CE-, C1-, C1E-, D-, D1- eða D1E-flokki.
3. gr.
Á 52. gr. eru gerðar eftirfarandi breytingar:
-
1. mgr. skal orðast svo:
Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2008, ásamt eftirfarandi síðari breytingum tilskipunarinnar:- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/113/EB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2010.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/94/ESB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2012.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/36/ESB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný 4. mgr. sem orðast svo:
Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2012 um tæknilegar kröfur að því er varðar ökuskírteini með geymslumiðli (örflögu) sem tekinn var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2013. - Á eftir nýrri 4. mgr. kemur ný 5. mgr. sem orðast svo:
Með reglugerð þessari er innleidd ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/21/ESB um jafngildi milli flokka ökuskírteina sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2013.
4. gr.
Í stað "2014" í síðustu mgr. í ákvæði til bráðabirgða kemur: 2015.
5. gr.
Í 2. tölulið III. kafla I. viðauka eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Á eftir tákntölunni 45 bætist við ný tákntala 46 með eftirfarandi texta:
46 Einungis bifhjól á þremur hjólum. - Tákntala 72 fellur brott.
- Í stað tákntölu 73 kemur eftirfarandi:
73 Takmarkað við ökutæki í B-flokki sem er vélknúið bifhjól á fjórum hjólum (B1-flokkur). - Tákntölur 74-77 falla brott.
- Í stað tákntölu 79 kemur:
79 Takmarkast við ökutæki sem er í samræmi við forskrift sem fylgir undirtákntölu við beitingu 13. gr. tilskipunar 2006/126/EB.
79.01 Takmarkast við ökutæki á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns.
79.02 Takmarkast við ökutæki í AM-flokki sem er á þremur hjólum.
79.03 Takmarkast við bifhjól á þremur hjólum.
79.04 Takmarkast við bifhjól á þremur hjólum með eftirvagn sem er ekki yfir 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
79.05 Bifhjól í A1-flokki með afl/þyngdarhlutfall yfir 0,1 kW/kg.
79.06 Ökutæki í BE-flokki þar sem leyfileg heildarþyngd eftirvagns er yfir 3.500 kg. - Á eftir tákntölu 79.06 bætast við tákntölur 80 og 81:
80 Takmarkast við handhafa ökuskírteinis, undir 24 ára, fyrir ökutæki í A-flokki sem er vélknúið bifhjól á þremur hjólum.
81 Takmarkast við handhafa ökuskírteinis, undir 21 árs, fyrir ökutæki í A-flokki sem er bifhjól á tveimur hjólum. - Á undan tákntölunni 90.01 bætist við ný tákntala 90 með eftirfarandi texta:
90 Tákntölur sem notaðar eru með tákntölum sem skilgreina breytingar á ökutækinu. - Í stað tákntölu 96 kemur eftirfarandi:
96 Ökutæki í B-flokki með eftirvagn þar sem leyfileg heildarþyngd eftirvagns er yfir 750 kg og leyfileg heildarþyngd vagnlestar er yfir 3.500 kg en fer ekki yfir 4.250 kg. - Á eftir tákntölunni 96 bætist við ný tákntala 97 með eftirfarandi texta:
97 Ekki heimilt að aka ökutæki í C1-flokki sem fellur undir gildissvið reglugerðar 3821/85/EBE frá 20. desember 1985 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum.
6. gr.
Á C lið II. viðauka eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Á eftir "notkun ökurita og eftirlit," í 8.1.4. í 8. tölul. kemur nýr málsliður svohljóðandi:
Það er varðar notkun ökurita og eftirlit gildir ekki fyrir umsækjanda um ökuskírteini fyrir ökutæki í C1- eða C1E-flokki, sem fellur ekki undir gildissvið reglugerðar nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit. - Á eftir 8.3.9. í 8. tölul. bætast við tveir nýir töluliðir 8.4. og 8.4.1.:
8.4. Öruggur og orkunýtinn akstur. Umsækjandi skal:
8.4.1. aka þannig að það tryggir öryggi og dregur úr eldsneytisnotkun og útblæstri við hröðun, hraðaminnkun og við akstur upp og niður brekkur, með því að skipta handvirkt um gír þegar þess gerist þörf. -
Á texta við 9.3.2. í 9. tölul. eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Á eftir "vistvænan" kemur: (þ.e. öruggan og orkunýtinn)
- á milli "eingöngu" og "BE-" bætist við: B-,
7. gr.
- Í stað töflu í 2. tölul. IV. viðauka kemur eftirfarandi tafla:
Ökuréttindaflokkar | Lágmarks: | ||||||||||||||
hraði í km1) | slagrými vélar í sm³ | vélarafl í kW | afl/þyngdar- hlutfall kW/kg | eigin þyngd í kg | |||||||||||
1 | AM | brunahreyfill | |||||||||||||
rafmagnshreyfill | |||||||||||||||
2 | A1 | brunahreyfill | 90 | 1202) | |||||||||||
rafmagnshreyfill | 0,08 | ||||||||||||||
3 | A2 | brunahreyfill | 4002) | 20 | |||||||||||
rafmagnshreyfill | 0,15 | ||||||||||||||
4 | A | brunahreyfill | 6002) | 50 | >180 | ||||||||||
rafmagnshreyfill | 0,25 | ||||||||||||||
Ökuréttindaflokkar | Lágmarks: | ||||||||||||||
hraði í km1) | farþega- fjöldi | lengd í m | breidd í m | heildar- þyngd í kg | leyfð heildar- þyngd í kg | eigin þyngd í kg | |||||||||
5 | B3) | 100 | 3 | 3,80 | 1,45 | 700 | |||||||||
6 | BE | eftirvagn/ tengitæki | 1.250 | ||||||||||||
vagnlest | 100 | ||||||||||||||
7 | B4) | 4,40 | 1,60 | 1.100 | |||||||||||
8 | C1 | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||||||||
9 | C15) | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||||||||
10 | C1E | eftirvagn/ tengitæki | 800 | 1.250 | |||||||||||
vagnlest | 80 | 8,00 | |||||||||||||
11 | C | 80 | 8,00 | 2,40 | 10.000 | 12.000 | |||||||||
12 | CE | eftirvagn/ tengitæki | 7,50 | ||||||||||||
vagnlest | 80 | 14,00 | 2,40 | 15.000 | 20.000 | ||||||||||
13 | D1 | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||||||||
14 | D1E | eftirvagn | 1.250 | ||||||||||||
vagnlest | 80 | 800 | |||||||||||||
15 | D16) | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||||||||
16 | D | 80 | 40 | 10,00 | 2,40 | 10.000 | |||||||||
17 | DE | eftirvagn/ tengitæki | 2,40 | 800 | 1.250 | ||||||||||
vagnlest | 80 | ||||||||||||||
18 | T | dráttarvél | 2.000 | ||||||||||||
eftirvagn/ tengitæki | 800 |
- Á eftir töflu í 2. tölul. IV. viðauka kemur ný neðanmálsathugasemd sem verður nr. 2 svohljóðandi:
Heimilt er að nota bifhjól þar sem slagrými vélar er 5 sm³ minna. - Neðanmálsathugasemd sem var nr. 2 verður nr. 3 o.s.frv.
8. gr.
Í stað þriðju síðustu mgr. 2. tölul. IV. viðauka kemur:
Bifreið í C-flokki skal búin aflyfirfærslukerfi sem gerir ökumanni kleift að velja gír handvirkt.
9. gr.
Í lok 2. tölul. IV. viðauka kemur ný mgr. sem hljóðar svo:
Til 31. desember 2018 er heimilt að nota ökutæki til kennslu og prófs
- fyrir D1-flokk sem viðurkennt er til kennslu og prófs í þeim flokki 31. desember 2013 þótt það fullnægi ekki ákvæðum viðauka þessa,
- fyrir A-flokk þótt það uppfylli ekki kröfur þessa viðauka um lágmarksþyngd og lágmarksvélarafl sé lágmarksvélarafl þess 40 kW eða meira.
10. gr.
Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/36/ESB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012.
Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2012 um tæknilegar kröfur að því er varðar ökuskírteini með geymslumiðli (örflögu) sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2013.
Með reglugerð þessari er innleidd ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/21/ESB um jafngildi milli flokka ökuskírteina sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2013.
11. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast gildi 31. desember 2013.
Innanríkisráðuneytinu, 11. desember 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.