Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

1196/2020

Reglugerð um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um tilnefningu miðlægra tengiliða fyrir útgefendur rafeyris og greiðsluþjónustuveitendur og lágmarksaðgerðir og tegundir viðbótarráðstafana sem lána- og fjármálastofnanir verða að grípa til til að draga úr áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2020 og 133/2020 frá 25. september 2020:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1108 frá 7. maí 2018 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 með tæknilegum eftirlitsstöðlum um viðmiðanirnar fyrir tilnefningu miðlægra tengiliða fyrir útgefendur rafeyris og greiðsluþjónustuveitendur, ásamt reglum um hlutverk þeirra. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 12. nóvember 2020, bls. 1-5.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/758 frá 31. janúar 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um lágmarksaðgerðir og tegundir viðbótarráðstafana sem lána- og fjármálastofnanir verða að grípa til til að draga úr áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í þriðju löndum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 12. nóvember 2020, bls. 6-12.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 27. nóvember 2020.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.