Prentað þann 11. jan. 2025
1176/2012
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Í stað "2013" í síðustu málsgrein í ákvæði til bráðabirgða kemur: 2014.
2. gr.
Við 3. tölulið I. kafla I. viðauka bætist ný málsgrein sem kemur á undan "Á framhlið skal vera" og orðast svo:
Upplýsingar á fram- og bakhlið ökuskírteinisins skulu vera læsilegar með berum augum þar sem hæð hvers stafs er a.m.k. 5 punktar fyrir 9. til 12. lið á bakhliðinni.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á töflu er sýnir bakhlið ökuskírteinis í 2. tölulið II. kafla I. viðauka:
- Á eftir B línu bætist við ný lína og í fyrri reit 9. dálks kemur "B1" og í síðari reit táknmyndin .
- Á eftir DE línu bætast við tvær nýjar línur.
Í fyrri línu kemur í fyrri reit 9. dálks stafurinn "T" og er hann skáletraður og í síðari reit táknmyndin . Seinni lína skal vera auð.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á texta í 2. tölulið II. kafla I. viðauka undir töflu er sýnir bakhlið ökuskírteinis:
- ný 4) neðanmálsgrein, sem vísar í 10. dálk, bætist við og orðast svo:
4) 10. dálkur skrá skal fyrsta útgáfudag hvers flokks (dagsetninguna skal endurtaka á nýju skírteini ef skipt er um skírteini eða það endurnýjað); hver reitur dagsetningarinnar skal ritaður með tveimur tölustöfum og í eftirfarandi röð: dagur.mánuður.ár (DD.MM.ÁÁ). - ný 5) neðanmálsgrein, sem vísar í 11. dálk, bætist við og orðast svo:
5) 11. dálkur skrá skal síðasta gildisdag hvers flokks; hver reitur dagsetningarinnar skal ritaður með tveimur tölustöfum og í eftirfarandi röð: dagur.mánuður.ár (DD.MM.ÁÁ).
5. gr.
Í stað tákntölu 95 undir fyrirsögninni "stjórnsýsla" í 2. tölulið III. kafla I. viðauka komi:
95 Skírteinishafi fullnægir kröfu um faglega hæfni til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki í atvinnuskyni sem kveðið er á um í tilskipun 2003/59/EB, innan sviga skal tilgreina lokadag réttindanna (t.d. 95(01.01.12)).
6. gr.
Á eftir tölulið 12.13 í G-lið III. viðauka kemur nýr töluliður sem verður nr. 12.14. og með fyrirsögninni: 12.14. Flogaveiki.
Tíu ár hafa liðið án floga án þess að lyf við flogaveiki hafi verið tekin. Heimila má umsækjanda að aka fyrr ef mat sýnir fram á að horfur hans séu góðar. Þetta gildir einnig þegar um er að ræða "barna- og unglingaflogaveiki".
Tilteknir sjúkdómar (t.d. slag- og bláæðarvansköpun eða blæðing í heilavef) fela í sér aukna hættu á flogaköstum þótt flog hafi ekki orðið. Í slíkum tilfellum skal þar til bær læknir annast mat og skal hætta á flogakasti vera 2% á ári eða minni svo hægt sé að heimila útgáfu ökuskírteinis.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/94/ESB frá 28. nóvember 2011 um breytingu á tilskipun 2006/126/EB um ökuskírteini. Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun nr. 110/2012 og birt í EES-viðbæti nr. 54, 27. september 2012, bls. 634.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 48., 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 21. desember 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.