Prentað þann 22. des. 2024
1170/2020
Reglugerð um innleiðingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar frekari ráðstafanir til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds vegna breytinga á starfsemisstigi.
1. gr. Gildistaka EES-gerða.
Eftirtalin EES-gerð skal öðlast gildi hér á landi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842 frá 31. október 2019 umreglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar frekari ráðstafanir til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds vegna breytinga á starfsemisstigi, sem vísað er til í tölulið 21apl, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2020, frá 23. október 2020, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 12. nóvember 2020, bls. 57-61.
2. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842 frá 31. október 2019 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar frekari ráðstafanir til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds vegna breytinga á starfsemisstigi.
3. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. mgr. 9. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og öðlast hún þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. nóvember 2020.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.