Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Breytingareglugerð

1168/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006, um vörslu og meðferð tollvöru.

1. gr.

Við 33. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. skulu áfengisgjöld skuldfærð hjá þeim sem fengið hafa starfsleyfi til tollmiðlunar, sbr. XI. kafla tollalaga og 19. gr. þessarar reglugerðar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 31. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. desember 2018.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.