Prentað þann 28. des. 2024
1164/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008, með síðari breytingum.
1. gr.
Í stað orðsins "innanríkisráðuneytinu" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: dómsmálaráðuneytinu; og í stað orðsins "Hæstaréttar" í sömu grein kemur: æðra dómstigs.
2. gr.
Í stað orðsins "innanríkisráðuneytið" í 1. mgr. 3. gr. og í 12. gr. og í stað orðsins "innanríkisráðuneytinu" í 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur, í viðeigandi beygingarfalli: ráðuneytið.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "Hæstarétti" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: æðra dómstigi.
- Í stað orðsins "niðurstöðu" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: dómsniðurstöðu.
- Orðið "héraðsdóms" í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
- Orðin "í héraðsdómi" í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
- Í stað orðsins "Hæstarétti" í fyrirsögn greinarinnar kemur: æðra dómstigi.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "innanríkisráðuneytinu" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ráðuneytinu.
- Á eftir orðinu "dómstóli" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: og dómstigi.
- Orðin "hvort hún gildir fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti" í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
5. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 3. málsl. 2. mgr. 125. gr. og 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 72/2012, öðlast gildi 1. janúar 2018.
Dómsmálaráðuneytinu, 13. desember 2017.
Sigríður Á. Andersen.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.