Fara beint í efnið

Prentað þann 28. jan. 2022

Breytingareglugerð

1150/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

18. gr. breytist þannig:

 1. a-liður 1. mgr. orðast svo:

  1. skráðar eru í ökurita og ökumannskort, séu halaðar niður og skal hámarksfrestur fyrir niðurhal viðeigandi gagna ekki vera lengri en:

   1. 90 dagar að því er varðar gögn af skráningarhluta ökurita,
   2. 28 dagar að því er varðar gögn af ökumannskorti.
 2. Í stað orðanna "fluttar eru úr ökurita" í byrjun b-liðar 1. mgr. komi: halaðar eru niður af skráningarhluta ökurita.

2. gr.

Á eftir e-lið 2. mgr. 56. gr. koma þrír nýir liðir, f-, g- og h-liður:

 1. f-liður orðast svo:

  1. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1266/2009/EB frá 16. desember 2009 um tíundu aðlögun að tækniframförum á reglugerð ráðsins nr. 3821/85/EBE sem varðar breytingu á I. viðauka B við reglugerð nr. 3821/85/EBE samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2010 sem birt er í EES-viðbæti nr. 17, 31. mars 2011.
 2. g-liður orðast svo:

  1. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 581/2010/ESB frá 1. júlí 2010 um hámarksfrest fyrir niðurhal viðeigandi gagna af skráningarhluta ökurita og af ökumannskortum samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16 sem birt er í EES-viðbæti nr. 37, 30. júní 2011.
 3. h-liður sem orðast svo:

  1. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/810/EB frá 22. september 2008 um staðlað eyðublað sem vísað er til í 17. gr. reglugerðar nr. 561/2006/EB, sbr. 49. gr. reglugerðar þessarar samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2010 sem birt er í EES-viðbæti nr. 70, 16. desember 2010.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. nóvember 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.