Prentað þann 5. jan. 2025
1138/2018
Reglugerð um breytingu á reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu nr. 359/2010, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 6. gr. reglugerðarinnar bætast nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Skilyrði fyrir afskrift á kröfu sem glatað hefur veðtryggingu eru:
- Eignir umfram skuldir séu ekki meiri en 6.500.000 kr. hvort sem um er að ræða einstakling eða hjón/sambúðarfólk.
- Tekjur á ársgrundvelli séu ekki hærri en 3.622.600 kr. fyrir einstakling eða 4.791.180 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk, að viðbættum 570.000 kr. fyrir hvert barn á framfæri skuldara yngra en 20 ára.
Með eignum skv. 1. tölul. 3. mgr. er átt við allar eignir skv. 72. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr. sömu laga, sbr. þó 2. málsl. 2. mgr.
Með tekjum skv. 2. tölul. 3. mgr. er átt við allar tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt nr. 90/2003, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.
Fjárhæðir tekju- og eignamarka skv. 2. mgr. skulu koma til endurskoðunar ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála.
Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum 2. mgr. ef sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir. Meta skal fjárhagsstöðu skuldara með framkvæmd greiðsluerfiðleikamats og er heimilt að semja um niðurfellingu á grundvelli niðurstöðu mats á greiðslugetu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 47. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 5. desember 2018.
Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ellý Alda Þorsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.