Fara beint í efnið

Prentað þann 23. jan. 2022

Stofnreglugerð

1077/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2005 frá 12. febrúar 2005 og 133/2007 frá 1. maí 2010 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 599/2004 frá 31. mars 2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 599/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 22 frá 24. apríl 2008, bls. 33.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum, lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum, lögum nr. 55/1998, um sjávarafurðir og lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og samhliða falla reglugerðir nr. 607/2006 og 741/2006 úr gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 23. nóvember 2011.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.