Prentað þann 11. des. 2024
1072/2013
Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs, nr. 57/2009.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- 7. og 10. tölul. falla brott.
- 8. tölul. orðast svo: Lán til endurbóta og viðhalds leiguíbúða, sbr. VI. kafla reglugerðar um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.
2. gr.
2. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
3. gr.
VIII. og IX. kafli reglugerðarinnar falla brott.
4. gr.
2. mgr. 46. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um starfsemi félaga og félagasamtaka sem eiga kost á lánum samkvæmt þessum kafla skal, eftir því sem við getur átt, gæta ákvæða reglugerðar um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.
5. gr.
XI. kafli reglugerðarinnar fellur brott.
6. gr.
Í stað orðanna "kærunefndar húsnæðismála" í 55. gr. reglugerðarinnar kemur: úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 16. gr. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 2. desember 2013.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.