Prentað þann 24. nóv. 2024
1067/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Á 2. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:
- Í 4. tl. 3. mgr. falla niður stafliðir a.-c. og stafliðir d. og e. verða stafliðir a. og b.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- 3. mgr. orðast svo:
Samgöngustofa setur reglur um hvernig skuli meta hvort umsækjandi um ökuskírteini fullnægi skilyrðum í III. viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. - 3. málsliður 4. mgr. orðast svo:
Læknisvottorð skal ritað á eyðublað sem gert er eftir fyrirmælum Samgöngustofu og má við umsókn ekki vera eldra en þriggja mánaða og við útgáfu ökuskírteinis ekki eldra en 18 mánaða.
3. gr.
6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
-
Í 2. mgr.:
- á eftir "Flokkun ökutækja" fellur niður "(Le-flokkar)"
- í stað "tilskipun nr. 2002/24/EB" kemur: reglugerð nr. 168/2013/ESB
- í stað "tilskipun nr. 70/156/EBE" kemur: tilskipun 2007/46/EB.
-
1. tl. 5. mgr. orðast svo:
a. réttindi til að stjórna léttu bifhjóli sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst.: i. á tveimur hjólum ii. þremur hjólum. Létt bifhjól greinist í: i. létt bifhjól í flokki I sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. ii. létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. Eigi þarf ökuskírteini til að stjórna léttu bifhjóli í flokki I. Ökuskírteini fyrir AM-flokk má veita þeim sem er orðinn 15 ára. - Í 2., 3. og 5. tl. 5. mgr. eru felldar niður tilvísanir í L-flokka.
-
Við 14. tl. 5. mgr. bætist nýr stafliður b á eftir staflið a sem orðast svo:
- réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki til farþegaflutninga í atvinnuskyni.
- 16. tl. 5. mgr. orðast svo:
réttindi til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
Ökuskírteini fyrir D-flokk má veita þeim sem er orðinn 23 ára. -
Á eftir 16. tl. 5. mgr. bætist við nýr 17. töluliður með fyrirsögninni "Farþegaflutningar í atvinnuskyni fyrir D-flokk:" sem orðast svo (aðrir töluliðir færast neðar sem því nemur):
- réttindi til að stjórna bifreið í D-flokki til slíkra flutninga, bundið því skilyrði að viðkomandi hafi ökuskírteini fyrir D-flokk og fullnægi skilyrðum um viðbótarnám og próf skv. námskrá.
- réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki til farþegaflutninga í atvinnuskyni..
Ökuskírteini fyrir D-flokk má veita þeim sem er orðinn 23 ára
4. gr.
8. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
- 1. málsliður 4. mgr. A-liðar orðast svo:
Ökutæki sem notað er við verklegt próf má vera beinskipt eða sjálfskipt. - 2. málsliður 4. mgr. fellur brott.
5. gr.
14. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
2. mgr. orðast svo:
Endurmenntun skal vera lokið á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Fjöldi kennslustunda skal vera samtals 35 stundir í 7 klukkustunda lotum með hæfilegum hléum á milli kennslustunda. Hverri lotu er heimilt að skipta niður á tvo samliggjandi daga innan 24 klukkustunda.
6. gr.
Í 3. tl. III. kafla í I. viðauka með reglugerðinni, er tákntala 425 felld niður.
7. gr.
Á IV. viðauka reglugerðarinnar er gerð eftirfarandi breyting:
1. málsliður 3. mgr. 1. tl. orðast svo:
Þegar ökutæki, sem notað er við kennslu eða próf er búið sérstökum hjálparbúnaði skal ökunemi geta útskýrt virkni búnaðarins.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50. og 52. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. nóvember 2017.
Jón Gunnarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.