Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

1061/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 300/2018, um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum.

1. gr.

Á eftir 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein sem orðast svo:

Innra eftirlit sjókvíaeldisstöðva skal m.a. fela í sér viðbragðsáætlun og vöktun á viðkomu laxa- og fiskilúsar, skv. nánari leiðbeiningum í 49. gr. og viðauka VI í reglugerð nr. 540/2020, um fiskeldi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 11. gr. laga nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og 13. gr. a og 21. gr. laga nr. 71/2008, um fiskeldi og öðlast gildi þann 1. nóvember 2021.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. september 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.