Fara beint í efnið

Prentað þann 22. jan. 2022

Breytingareglugerð

1059/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008.

1. gr.

1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna efnahags umsækjanda skal miða við að stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars og fjármagnstekjur nemi ekki hærri fjárhæð en samtals kr. 2.000.000. Sé umsækjandi í hjúskap eða sambúð ber að hafa hliðsjón af tekjum maka og skulu samanlagðar árstekjur ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kr. 3.000.000. Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra. Hækka skal viðmiðunarmörk tekna um kr. 250.000 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, þ.m.t. stjúp- og fósturbörn, sem búa hjá umsækjanda eða hann elur að mestum hluta önn fyrir.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 3. málslið 2. mgr. 125. gr. og síðari málsl. 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 7/2005 og 19. gr. laga nr. 70/2009, öðlast þegar gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 15. desember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Bryndís Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.