Fara beint í efnið

Prentað þann 20. des. 2024

Stofnreglugerð

1059/2008

Reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána.

1. gr.

Lántakandi getur hvenær sem er óskað eftir greiðslujöfnun verðtryggðra fasteignaveðlána í samræmi við ákvæði laga um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. Beiðni lántakanda um greiðslujöfnun þarf að berast lánveitanda eigi síðar en 11 dögum fyrir gjalddaga eigi hún að koma til framkvæmda þá, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Berist beiðni lántakanda eftir það tímamark skal greiðslujöfnun koma til framkvæmda á næsta gjalddaga þar á eftir, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Lánveitandi getur þó veitt lántakanda rúmri frest en hér segir.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu lántakendur hafa frest til og með 25. nóvember 2008 vegna gjalddaga verðtryggðra fasteignaveðlána 1. desember 2008.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 7. gr. laga nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. nóvember 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Geir Ágústsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.