Fara beint í efnið

Prentað þann 29. jan. 2022

Breytingareglugerð

1054/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1188/2014, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðsins "tollstjóra" í 1. og 2. málsl. 1. mgr. kemur: tollyfirvalda.
 2. Í stað orðsins "Tollstjóra" í 5. málsl. b-liðar 2. mgr. kemur: Tollyfirvöldum.
 3. Í stað orðanna "Tollstjóri getur" í 3. mgr. kemur: Tollyfirvöld geta.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna "Tollstjóri staðfestir" í 1. mgr. kemur: Tollyfirvöld staðfesta.
 2. Á eftir orðinu "vegabréfsnúmer" í e-lið 2. mgr. kemur: , þjóðerni.
 3. 3. mgr. orðast svo: Endurgreiðsluávísun skal fylgja áreiðanleg og rekjanleg kvittun eða reikningur fyrir greiðslu. Orðin áreiðanleiki og rekjanleiki ber að skýra til samræmis við reglugerð nr. 505/2013, um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa.

3. gr.

3. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Tollyfirvöld staðfesta útflutninginn með þeim hætti sem þau ákveða og meta á hverjum tíma þá fjárhæð sem er sett til viðmiðunar þeirri framkvæmd.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðsins "tollstjóra" og orðanna "hann ákveður" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tollyfirvöldum; og: tollyfirvöld ákveða.
 2. Í stað orðsins "tollstjóra" í 2. málsl. 1. mgr. og orðsins "tollstjóri" í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tollyfirvöldum; og: tollyfirvöld.
 3. Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðsluaðili skal láta tollyfirvöldum í té staðfestingu á endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, sé eftir því kallað.
 4. Í stað orðanna "tollstjóri samþykkti" í 2. málsl. 2. mgr. og orðsins "tollstjóri" í 3. málsl. sömu málsgreinar kemur: tollyfirvöld samþykktu; og: tollyfirvöld.
 5. Í stað orðsins "tollstjóra" í 3. mgr. kemur: tollyfirvöldum.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðanna "skal tollstjóri" í 1. málsl. og orðsins "tollstjóra" í 2. málsl. kemur: skulu tollyfirvöld; og: tollyfirvalda.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna "Tollstjóri hefur" í 1. málsl. kemur: Tollyfirvöld hafa.
 2. Í stað orðsins "tollstjóra" og orðanna "hann óskar" í 2. málsl. kemur: tollyfirvöldum; og: þau óska.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 7. september 2021.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.