Prentað þann 22. nóv. 2024
1048/2017
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 481/2017 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1235/2008 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 að því er varðar fyrirkomulag á innflutningi lífrænna afurða frá þriðju löndum.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, 24. og 25. tölu., sem verða svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1842 frá 14. október 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1235/2008 að því er varðar rafrænt skoðunarvottorð fyrir innfluttar lífrænar vörur og aðra tiltekna þætti og reglugerð (EB) nr. 889/2008 að því er varðar kröfur um rotvarðar eða unnar lífrænar vörur og sendingu upplýsinga. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 453.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2259 frá 15. desember 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1235/2008 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 að því er varðar fyrirkomulag á innflutningi lífrænna afurða frá þriðju löndum. Reglugerðin var felld inn EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 472.
2. gr.
Á eftir 2. gr. koma þrjár nýjar greinar er orðast svo:
a. (2. gr. a)
Þar sem vísað er til reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 952/2013 í c-lið 1. mgr. 13. gr., b-lið 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. skal tollstjóri beita íslenskum reglum í stað fyrrnefndrar reglugerðar Evrópusambandsins.
b. (2. gr. b)
Þar sem vísað er til reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2913/92 í 2. mgr. 14. gr. skal tollstjóri beita íslenskum reglum í stað fyrrnefndrar reglugerðar ráðsins.
c. (2. gr. c)
Eigi er skylt að fylla út EORI númer í skoðunarvottorðum í viðaukum V og VI.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. gr. laga nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.