Fara beint í efnið

Prentað þann 2. des. 2021

Stofnreglugerð

1045/2007

Reglugerð um sveigjanlega notkun loftrýmis.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að auka skilvirka og samræmda nýtingu loftrýmisins með samvinnu milli almenningsflugs og herflugs þar sem komið er til móts við þarfir allra notenda að því marki sem mögulegt er.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir í lofthelgi Íslands og í því loftrými sem Íslandi hefur verið falin þjónusta í samkvæmt skuldbindingum og samningum á sviði þjóðaréttar.

3. gr. Innleiðing.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2150/2005 frá 23. desember 2005 um sameiginlegar reglur um sveigjanlega notkun loftrýmis, sem vísað er til í 66y. lið XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2006 frá 22. september 2006 og birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 60 þann 30. nóvember 2006, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt sem viðauki með reglugerð þessari.

4. gr. Ábyrgð á framkvæmd.

Flugmálastjórn Íslands fer með framkvæmd reglugerðar þessarar og skal hafa viðeigandi samráð við innlenda og erlenda aðila þar sem þess er þörf að mati stofnunarinnar.

5. gr. Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með vísan til 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, sbr. 5. tl. 2. mgr. 4. gr., sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 88/2004, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 22. október 2007.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.