Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Breytingareglugerð

1039/2010

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 55/2009, um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.

1. gr.

Á eftir orðinu "fæðuinntöku" í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. kemur: og upptöku næringarefna.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Næringarefni og sérfæði frá Sjúkratryggingum Íslands" með reglugerðinni:

Í flokknum 98 Næringarefni og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:

 1. Í stað orðanna "eitt staðalfrávik" í 2. mgr. kemur: tveimur staðalfrávikum.
 2. Við 3. mgr. bætist nýr málsl. sem orðast svo: Miða skal við að BMI (Body Mass Index: þyngd/hæð²) sé ≤ 16 eða að um sé að ræða ≥ 20% þyngdartap á minna en tveimur mánuðum þrátt fyrir að BMI sé > 18,5.

Í flokknum 98 06 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:

 1. mgr. í flokknum 98 06 03 Næringarviðbót vegna vannæringar, vanþrifa og kyngingarerfiðleika, drykkir og duft orðast svo:
  Miðað er við að BMI (Body Mass Index: þyngd/hæð²) sé < 18,5 eða að um ≥ 10% þyngdartap sé að ræða á minna en tveimur mánuðum þrátt fyrir að BMI sé > 18,5.
 2. Við flokkinn 98 06 09 Næringardrykkir vegna efnaskiptasjúkdóma (sykursýki) og ónæmisbælingar bætist nýr málsl. sem orðast svo: Miðað er við að BMI (Body Mass Index: þyngd/hæð²) sé < 18,5 eða að um ≥ 10% þyngdartap sé að ræða á minna en tveimur mánuðum þrátt fyrir að BMI sé > 18,5.
 3. Flokkur 98 06 18 Próteinskert fæði vegna nýrna- og lifrarsjúkdóma fellur brott.
 4. Flokkur 98 06 21 Sojamjólk, aðrar kalkbættar sojavörur eða kalkbætt sérfæði vegna ofnæmis fyrir mjólk fellur brott.
 5. Í flokknum 98 06 24 Peptíðmjólk/amínósýrublanda (sérfæði) vegna ofnæmis fyrir mjólk verða eftirfarandi breytingar:

  1. Í stað orðanna "eða barnaofnæmislækni" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: barnaofnæmislækni eða meltingarlækni.
  2. Orðin "og 15.900 kr. fyrir börn 2ja til 18 ára" í 2. mgr. falla brott.
 6. Flokkur 98 06 27 Glútensnautt fæði (sérfæði) vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti fellur brott.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2011.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. desember 2010.

Guðbjartur Hannesson.

Guðríður Þorsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.