Fara beint í efnið

Prentað þann 18. jan. 2022

Stofnreglugerð

1020/2021

Reglugerð um velferð sjávarspendýra við fiskveiðar og fiskeldi í sjó.

1. gr. Tilgangur og gildissvið.

Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð sjávarspendýra sem gætu orðið fyrir skaða við fiskveiðar og fiskeldi í sjó.

2. gr. Bann við að skaða sjávarspendýr af ásetningi.

Óheimilt er við fiskveiðar eða við fiskeldi í sjó að skaða sjávarspendýr af ásetningi, þ. á m. að fanga, særa eða veiða sjávarspendýr. Um meðferð sjávarspendýra við fiskveiðar eða við fiskeldi í sjó fer að öðru leyti eftir lögum um velferð dýra.

3. gr. Viðurlög.

Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2013, um velferð dýra.

4. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 46. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. ágúst 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.