Fara beint í efnið

Prentað þann 23. jan. 2022

Breytingareglugerð

1019/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður:

Auk þess er markmið reglugerðar þessarar að koma í veg fyrir að til landsins séu fluttir hundar sem talið er að hætta geti stafað af.

2. gr.

1. málsl. 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vottorðið skal vera rétt útfyllt og gefið út af dýralækni með starfsleyfi í útflutningslandinu.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á f-lið 14. gr. reglugerðarinnar:

 1. 1. tl. verður svohljóðandi:
  Pit Bull Terrier/American Staffordshire Terrier/Staffordshire Bull Terrier/American Bulldog.
 2. 5. tl. fellur brott.
 3. Á eftir 4. tl. bætast við fimm nýir töluliðir sem verða svohljóðandi:

  1. Cane Corso.
  2. Presa Canario.
  3. Boerboel.
  4. Hunda sem hafa sambærilegan uppruna, líkamsbyggingu og/eða geðslag og tegundir í 1.-7. tl. samkvæmt rökstuddri ákvörðun Matvælastofnunar hverju sinni.
  5. Hunda sem eru taldir hættulegir að mati Matvælastofnunar hverju sinni. Stofnunin skal rökstyðja ákvörðun sína og taka mið af fyrirliggjandi upplýsingum um viðkomandi hundategund, uppruna hennar og ræktunarmarkið, líkamsbyggingu og geðslag.

4. gr.

Í stað tilvísunar í "11. gr." í 17. gr. reglugerðarinnar kemur tilvísun í 12. gr.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, ásamt síðari breytingum, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum, og lögum nr. 55/2013, um velferð dýra, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. ágúst 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.

Athugasemdir ritstjóra

Áhrif 4. gr þessarar reglugerðar hafa þegar verið lagfærðar skv. skýringum með stofnreglugerð í stjórnartíðindum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.