Fara beint í efnið

Prentað þann 28. jan. 2022

Breytingareglugerð

1002/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

Hvar sem orðin "Vegagerðin" og "Umferðarstofa", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

54. gr. með fyrirsögninni "Áhættumatskerfi" skal orðast svo:

Samgöngustofa skal koma upp áhættumatskerfi varðandi fyrirtæki. Skal kerfið byggjast á hlutfallslegum fjölda brota fyrirtækja og ökumanna þeirra á aksturs- og hvíldartímareglum og alvarleika brotanna. Brot sem skapa mikla hættu eða hættu á alvarlegu líkamstjóni, skulu teljast alvarlegust samkvæmt kerfinu.

Hafa skal meira og tíðara eftirlit með fyrirtækjum sem flokkast sem áhættusöm samkvæmt áhættumatskerfinu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 29. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.