Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

985/2005

Reglugerð um fiskeldisstöðvar.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 29/2003 frá 14. mars 2003, skal ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2002/308 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2004 frá 9. júlí 2004, skal ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2003/634 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2004 frá 24. september 2004, skal ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2003/839 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2004 frá 24. september 2004, skal ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2003/904 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Ákvarðanir Evrópusambandsins eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

2. gr.

Með innleiðingu ákvarðana Evrópusambandsins nr. 2002/308 og breytingu hennar nr. 2003/839 er lögfest skrá yfir viðurkennd svæði og viðurkenndar fiskeldisstöðvar innan EES með tilliti til smitsjúkdómanna veirublæðis (VHS) og iðradreps (IHN), en nánar er kveðið á um skilyrðin til að öðlast slíka viðurkenningu í tilskipun nr. 91/67/EBE. Nauðsynlegt er öllum ríkjum innan EES að eiga og uppfæra þessar skrár, svo taka megi tillit til þeirra í varúðarskyni við sölu og dreifingu á lifandi eldisfiski, hrognum og sviljum.

Með innleiðingu ákvarðana Evrópusambandsins nr. 2003/634 og breytingu hennar nr. 2003/904 er lögfest skrá yfir samþykktar áætlanir sem EES-ríki hafa lagt fram við Framkvæmdastjórn ESB í þeim tilgangi að ná stöðu viðurkenndra svæða og viðurkenndra eldisstöðva á svæðum sem jafnan eru ekki viðurkennd með tilliti til veirusjúkdómanna veirublæðis (VHS) og iðradreps (IHN). EES-ríki eru skuldbundin til að birta og kynna sér þessar áætlanir einstakra ríkja, svo viðhalda megi nauðsynlegu öryggi í viðskiptum með lifandi fisk, hrogn og svil.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 19. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra, 3. mgr. 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og 84. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði og til innleiðingar á ákvörðunum EB nr. 2002/308, nr. 2003/839, nr. 2003/634, nr. 2003/904.

Reglugerð þessi tekur þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 28. október 2005.

F. h. r.

Guðmundur B. Helgason.

Sigríður Stefánsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.