Prentað þann 21. nóv. 2024
970/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 655/2009 um starfsumhverfi leikskóla.
1. gr.
Á eftir orðunum "hljóðvist og lýsingu," í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist: loftgæði og loftræstingu,
2. gr.
10. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Handbók um öryggi barna og slysavarnir í leikskólum.
Ráðuneytið, í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, skal útbúa rafræna handbók fyrir starfsfólk leikskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi og velferð barna og slysavarnir í leikskólum. Skal handbókin endurskoðuð reglulega.
Handbókin skal grundvölluð á gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi leikskóla, lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags- og byggingarmál og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir leikskóla, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig skal höfð hliðsjón af reglugerð um vélar og tæknilegan búnað og vinnuumhverfisvísum Vinnueftirlits ríkisins, eftir því sem við á.
Handbókin skal vera aðgengileg opinberlega og ber leikskólastjóri ábyrgð á að hún sé sérstaklega kynnt öllu starfsfólki leikskóla og foreldrum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 9. október 2019.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Karitas H. Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.