Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

964/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 897/2012 um losunarheimildir og einingar sem viðurkenndar eru í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

6. gr. orðast svo:

Takmarkanir á notkun og vörslu alþjóðlegra eininga.

Óheimilt er að nota eftirtaldar tegundir alþjóðlegra eininga til að efna skyldu laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, um skil losunarheimilda:

  1. Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum í tengslum við eyðingu tríflúormetans (HFC-23) og díköfnunarefnisoxíðs (N2O) frá framleiðslu á adipínsýru.
  2. Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum á sviði kjarnorkuframleiðslu.
  3. Alþjóðlegar einingar sem stafa af þátttöku í verkefnum á sviði landnotkunar, breyttrar landnotkunar eða skógræktar.
  4. Alþjóðlegar einingar ef útgáfa þeirra brýtur í bága við 11. gr. b tilskipunar 2003/87/EB, með síðari breytingum.

Óheimilt er að geyma alþjóðlegar einingar sem getið er í 1. mgr. á vörslureikningum sem tilheyra viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/29/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að bæta og víkka út kerfi Bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2011, frá 26. júlí 2012.

Reglugerðin er einnig sett með hliðsjón af reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB og nr. 406/2009/EB og niðurfellingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 920/2010 og nr. 1193/2011.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 29. október 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Hugi Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.