Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

956/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, töluliður 5, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/855 frá 7. maí 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/1675 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849, að því er varðar að bæta Bahamaeyjum, Barbados, Botsvana, Kambódíu, Ghana, Jamaíku, Máritíus, Mongólíu, Mjanmar/Búrma, Níkaragva, Panama og Simbabve í töfluna í I. lið í viðaukanum, sem vísað er til í IX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2018 frá 5. desember 2018 og fjarlægja Bosníu og Hersegóvínu, Eþíópíu, Gvæjana, Laoska alþýðulýðveldið, Srí Lanka og Túnis úr töflunni. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62, 24. september 2020, bls. 276.

2. gr.

Listi yfir áhættusöm þriðju lönd, sem birtur er sem fylgiskjal við reglugerð nr. 105/2020, tekur breytingum til samræmis við þær breytingar sem greinir í 1. gr. reglugerðar þessarar. Listinn er birtur sem fylgiskjal við reglugerð þessa þannig breyttur.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 30. september 2020.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.