Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

933/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 850/2015 um innflutning erfðaefnis holdanauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva.

1. gr.

Í stað orðanna "viðurkenndri sæðingarstöð" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: viðurkenndum sæðingarstöðvum og fósturvísabönkum.

2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Aðeins er heimilt að flytja inn djúpfryst sæði frá viðurkenndri sæðingarstöð í Noregi og aðeins ef stöðin hefur gilt leyfi Mattilsynet í Noregi varðandi töku, meðhöndlun og geymslu sæðis. Aðeins er heimilt að flytja inn djúpfrysta fósturvísa frá viðurkenndum fósturvísabanka í Noregi og hópur sem annast töku fósturvísanna skal hafa gilt leyfi Mattilsynet í Noregi. Kröfur um leyfi fyrir sæðingarstöðvar, fósturvísabanka og hópa sem annast töku fósturvísa skulu vera í samræmi við reglur Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) á hverjum tíma. Jafnframt skal ekkert hafa komið fram við eftirlit sem getur valdið hættu á að erfðaefnið sem flytja á inn beri með sér smitsjúkdóma.

3. gr.

Í stað orðanna "viðurkenndri sæðingarstöð" í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: viðurkenndum sæðingarstöðvum og fósturvísabönkum.

4. gr.

7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Innfluttu erfðaefni sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skal fylgja heilbrigðis- og upprunavottorð undirritað af opinberum dýralækni í útflutningslandi sem staðfestir að skilyrði sem þessi reglugerð setur um uppruna erfðaefnis og heilbrigði gjafadýra séu uppfyllt. Vottorðið skal ekki vera eldra en 10 daga gamalt við innflutning. Að minnsta kosti fimm dögum fyrir áætlaðan komudag erfðaefnisins til landsins skal senda Matvælastofnun skannað afrit af vottorðinu.

5. gr.

Í stað orðanna "Nafn og númer dýralæknis" í 4. tölul. 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar kemur: Númer hóps sem annast töku fósturvísa og nafn dýralæknis sem er ábyrgur fyrir hópnum.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:

  1. Í stað orðanna "á vegum viðurkenndrar sæðingarstöðvar" í a-lið 2. liðar í viðauka I kemur: af viðurkenndum hópi sem annast töku fósturvísa.
  2. Í stað orðanna "Viðurkennd sæðingarstöð" í c-lið 2. liðar í viðauka I kemur: Viðurkenndur hópur sem annast töku fósturvísa og fósturvísabanki.
  3. Á eftir orðinu "sæðingarstöðvum" í d-lið 2. liðar í viðauka I kemur: og fósturvísabönkum.
  4. Í stað orðanna "Viðurkennd sæðingarstöð" í e-lið 2. liðar í viðauka I kemur: Viðurkenndur hópur sem annast töku fósturvísa og fósturvísabanki.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 19. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, 8. nóvember 2016.

F.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Baldur Sigmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.