Fara beint í efnið

Prentað þann 30. nóv. 2021

Breytingareglugerð

931/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framhaldsfræðslu, nr. 1163/2011.

1. gr.

A-liður 3. gr. orðist svo:

lýsingu á aðstöðu í aðalstarfsstöð fræðsluaðila, húsnæði og búnaði, ásamt vottorðum frá yfirvöldum heilbrigðis- og brunamála og lýsingu á aðgengi fatlaðra,

D-liður 3. gr. orðist svo:

staðfestingu á því hvernig fjárhagslegri ábyrgð sé háttað og hvernig fjárhagslegt rekstraröryggi starfseminnar sé tryggt og endurskoðaðan og áritaðan ársreikning næstliðins starfsárs.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 17. gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 13. október 2014.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.