Prentað þann 22. nóv. 2024
904/2013
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 221/2001, um bólusetningar á Íslandi.
1. gr.
Við 2. gr. bætast þrír nýir töluliður sem orðast svo:
- meningókokkasjúkdómi C
- pneumókokkasjúkdómi
- leghálskrabbameini af völdum HPV
2. gr.
Ákvæði 3. gr. orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Bólusetningar fullorðinna.
Bólusetningum fullorðinna er ætlað að viðhalda endingu barnabólusetninga eða bæta slíka bólusetningu hafi hún ekki verið gerð á barnsaldri. Skal fullorðnum gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum:
- Stífkrampa
- barnaveiki
- kikhósta
- lömunarveiki.
Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum, og sóttvarnalæknir tilgreinir, skal gefinn kostur á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum.
Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum, og sóttvarnalæknir tilgreinir, skal gefinn kostur á bólusetningum gegn árstíðabundinni inflúensu og er bóluefni þeim að kostnaðarlausu.
Greiðsluhlutdeild fullorðinna samkvæmt 1. og 2. mgr. skal fylgja lögum og reglugerðum um sjúkratryggingar.
3. gr.
2. málsliður 10. gr. orðast svo:
Senda skal sóttvarnalækni tilkynningar um hver var bólusettur, með hvaða bóluefni og hvenær, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 17. gr., sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingu, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 24. september 2013.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.