Fara beint í efnið

Prentað þann 18. des. 2024

Stofnreglugerð

900/2014

Reglugerð um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi.

1. gr. Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að innleiða áætlun um að flýta beitingu krafna um tvöfaldan byrðing eða samsvarandi hönnunarkrafna fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi, sem kveðið er á um í Alþjóðasamningi um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun frá 1978 (MARPOL 73/78), sem og að banna flutning á þungri olíu í olíuflutningaskipum með einföldum byrðingi, til hafna eða frá höfnum aðildarríkja EES.

2. gr. Innleiðing á EES-gerð.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi EES-gerð:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 530/2012 frá 13. júní 2012 um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi (endurútgáfa), eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2014, frá 16. maí 2014. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er óbirt. Reglugerð nr. 530/2012 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36, 12. júní 2014, bls. 169.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur brott reglugerð nr. 1110/2008, um hönnun olíuflutningaskipa, með síðari breytingum.

Innanríkisráðuneytinu, 30. september 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.