Fara beint í efnið

Prentað þann 22. jan. 2022

Stofnreglugerð

878/2016

Reglugerð um bann við notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðarinnar er að auka samkeppnishæfni íslenskra sauðfjárafurða.

2. gr. Erfðabreytt fóður.

Erfðabreytt fóður inniheldur eða samanstendur af erfðabreyttum lífverum eða er framleitt úr eða inniheldur innihaldsefni sem eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum.

3. gr. Notkun.

Framleiðanda eða umráðamanni sauðfjár er óheimilt að fóðra sauðfé með erfðabreyttu fóðri.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. október 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.