Prentað þann 23. nóv. 2024
863/2021
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 940/2018 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1630 frá 9. september 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 frá 23. mars 2018, skal gilda hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 85/2018 frá 20. desember 2018, bls. 187-189. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2018 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 6 frá 30. janúar 2020, bls. 41.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 103. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 7. júlí 2021.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Hjörleifur Gíslason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.