Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

856/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla, nr. 896/2009.

1. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 5. gr. a, svohljóðandi:

Skráning og samskipti.

Leikskólum er heimilt að nota rafrænt upplýsingakerfi til skráningar og miðlunar upplýsinga um börn samkvæmt þessari reglugerð. Ennfremur getur leikskóli notað slíkt kerfi til þess að veita foreldrum aðgang að upplýsingum og til samskipta við þá. Komi fram rökstudd beiðni frá foreldrum um að aðgangur að upplýsingum verði jafnframt veittur með öðrum hætti, s.s. með tölvupósti, símleiðis eða bréfleiðis, skal starfsfólk skóla leitast við að verða við slíkum beiðnum, enda þjóni það hagsmunum og þörfum barnsins. Tillit skal tekið til eðlis og mikilvægis þeirra upplýsinga sem um ræðir hverju sinni og hvort sérþarfir barns eða sérstakar aðstæður kalli á að samskipti séu með tilteknum hætti.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008, og öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 5. september 2011.

Svandís Svavarsdóttir.

Karitas H. Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.