Prentað þann 6. apríl 2025
847/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 318/2013 um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun.
1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Endurgreiðslur taka til eftirfarandi læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar sem stofnast hefur hérlendis:
- Hluta sjúkratryggðs í kostnaði við læknishjálp, rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar, á opinberum sjúkrastofnunum og hjá læknum sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. 4.-6. gr., 1., 2. og 4. mgr. 9. gr., 12. gr., 13. gr. og 15. gr. reglugerðar nr. 1182/2013, um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingu.
- Hluta sjúkratryggðs í kostnaði við nauðsynleg lyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða og afgreidd eru gegn lyfseðli samkvæmt reglugerð nr. 313/2013, um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum, með síðari breytingum.
- Lyf vegna barna til 18 ára aldurs, sem afgreidd eru gegn lyfseðli.
- Hluta sjúkratryggðs í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun á opinberum sjúkrastofnunum og hjá sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt reglugerð nr. 166/2014, um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við þjálfun, með síðari breytingum.
Áður en endurgreiðslur eru ákvarðaðar skal draga frá heildarkostnaði uppbætur sem elli- eða örorkulífeyrisþegi nýtur vegna læknishjálpar eða lyfja samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
a. 3. mgr. verður svohljóðandi:
Viðmiðunartekjur vegna endurgreiðslu eru eftirfarandi:
Viðmiðunartekjur | ||
einhleypings næsta | Kostnaður | Endurgreiðsla útgjalda |
almanaksár á undan | 3 mánuðir | umfram kostnað |
2.100.000 kr. og lægri | 0,7% af tekjum | 90% |
2.100.000-2.800.000 kr. | 0,7% af tekjum | 75% |
2.800.000-4.000.000 kr. | 0,7% af tekjum | 60% |
Viðmiðunartekjur | ||
fjölskyldu næsta | Kostnaður | Endurgreiðsla útgjalda |
almanaksár á undan | 3 mánuðir | umfram kostnað |
3.150.000 kr. og lægri | 0,7% af tekjum | 90% |
3.150.000-4.500.000 kr. | 0,7% af tekjum | 75% |
4.500.000-6.400.000 kr. | 0,7% af tekjum | 60% |
b. Í stað "3.890.000 kr." og "6.340.000 kr." í 4. mgr. kemur: 4.000.000 og 6.400.000 kr.
c. Í stað "435.000 kr." í 5. mgr. kemur: 465.000 kr.
3. gr.
Í stað "4. maí 2013" í 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. október 2015.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 2015.
Velferðarráðuneytinu, 17. september 2015.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.