Fara beint í efnið

Prentað þann 9. des. 2021

Stofnreglugerð

798/2014

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1025/2012 frá 25. október 2012, um evrópska stöðlun.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2014 frá 14. febrúar 2014 gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka við EES-samninginn um tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1025/2012 frá 25. október 2012 um evrópska stöðlun og breytingu á tilskipunum ráðsins 89/686/EBE og 93/15/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/9/EB, 94/25/EB, 95/16/EB, 97/23/EB, 98/34/EB, 2004/22/EB, 2007/23/EB, 2009/23/EB og 2009/105/EB og niðurfellingu á ákvörðun ráðsins 87/95/EBE og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1673/2006/EB.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1025/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12/2014, 27. febrúar 2014, bls. 81.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 42/2014, 17. júlí 2014, bls. 12.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 8. gr. laga um staðla og Staðlaráð Íslands, nr. 36/2003, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. ágúst 2014.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Hreinn Hrafnkelsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.